15/04/2024

Páskaskákmót í Trékyllisvík

Skákmót Taflsfélags Árneshrepps og Hróksins verður haldið í félagsheimilinu Árnesi föstudaginn langa og hefst mótið kl. 14:00. Skráning fer fram á staðnum. Allir eru velkomnir, en skákstjóri er Hrafn Jökulsson. Veitingar verða á staðnum og verðlaun í boði. Guðfriður Lilja Grétarsdóttir forseti Skáksambands Íslands tefldi fjöltefli við heimamenn til að hita upp fyrir mótið og hafði hún betur, nema í einni skák þar sem hún gerði jafntefli við Núma Fjalar.

Guðfríður Lilja heilsar Hrafni – ljósm. Bjarnheiður Fossdal.