19/04/2024

Opinn fundur um byggðamál

Framsóknarfélag Hólmavíkur stendur fyrir opnum fundi um byggðamál á Café Riis á Hólmavík. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 7. mars og hefst kl. 17:00. Frummælendur eru annar og þriðji maður á lista Framsóknarflokksins í komandi alþingiskosningum Herdís Sæmundardóttir, formaður Byggðastofnunar, og Valdimar Sigurjónsson, viðskiptalögfræðingur. Opið verður fyrir fyrirspurnir og umræður að framsögum loknum. Fundurinn er öllum opinn.