29/03/2024

Öskudagur á 18 bræður

Það var mikið fjör á öskudagsballi á Hólmavík í gær þar sem börn á Hólmavík og nágrenni söfnuðust saman. Reyndar komu krakkar úr Árneshreppi líka á ballið, en frekar óvenjulegt er að vegurinn norður sé opinn á þessum tíma. Börnin voru búin að fara um bæinn frá hádegi með söng og skemmtun í margvíslegum búningum og var gaman að sjá þau þramma milli húsa og fyrirtækja á þessum stórskemmtilega og einstaka grímubúningadegi. Á ballinu var marserað og kötturinn var sleginn úr tunnunni. Reyndist hún þá full af karamellum og fögnuðu börnin því ógurlega eins og búast mátti við.

atburdir/2007/580-oskud6.jpg

bottom

1

Á grímuballi á öskudaginn á Hólmavík – Ljósm. Dagrún Ósk Jónsdóttir