14/09/2024

Kolaport á Hólmavík

Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík stóð fyrir Kolaporti á Hólmavík í dag. Kolaportið var haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík, og voru fremur fáir söluaðilar á staðnum. Margir gestir litu við í vöfflu og kaffi, kannski sumir á leiðinni á eða af kjörstað. Ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is kíkti við og skoðaði hvað var í boði.