01/12/2024

Hæsta tilboð í Broddanesskóla 2,1 milljón

Hæsta tilboð í Broddanesskóla hljóðaði upp á 2,1 milljón og var frá Eysteini Einarssyni, en tilboð í húsið sem er í eigu sveitarfélagsins Strandabyggðar voru opnuð á dögunum hjá Ríkiskaup sem sá einnig um að auglýsa húsnæðið til sölu. Boddanesskóli var tekinn í notkun árið 1978 og starfaði til 2004. Hann er hannaður af dr. Magga Jónssyni arkitekt. Í húsinu er 173 fermetra íbúð og tæplega 330 fm. skólahúsnæði. Fasteignamat er samtals rúmar 13 milljónir, en brunabótamat 78,2 milljónir. Í sumar kom fram á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar að Fasteignamiðstöðin hefði lagt mat á verðmæti skólans og teldi að raunhæft verð væri 18 milljónir.