01/01/2025

Opnir fundir um skýrslu Vestfjarðarnefndar

Nefnd Forsætisráðuneytis um atvinnulíf á Vestfjörðum boðar til opins kynningarfundar þriðjudaginn 15. maí á Café Riis á Hólmavík og hefst fundurinn klukkan 20:00. Kynnt verður skýrsla nefndarinnar sem kynnt var af forsætisráðherra og iðnðararáðherra þann 17. apríl síðastliðinn og nálgast má undir þessum tengli. Frummælandi á fundinum verður formaður nefndarinnar, Halldór Árnason skrifstofustjóri í Forsætisráðuneytinu. Í framhaldinu verða umræður og fyrirspurnir. Fundinn sitja einnig aðrir nefndarmenn, þau Aðalsteinn Óskarsson, Guðrún Þorleifsdóttir og Halldór Halldórsson.

Samskonar fundur verður á Ísafirði fyrr um daginn, kl. 12:00.