13/12/2024

Grímuball á Drangsnesi

Frá grímuballinuGrímuball fór fram í Grunnskólanum á Drangsnesi í dag, öskudag, samkvæmt venju. Nemendur skólans hafa síðustu daga keppst við að búa til skreytingar sem settar voru upp í dag. Krakkarnir á leikskólanum komu í sínum grímubúningum og einnig nemendur grunnskólans. Þó nokkuð af foreldrum mætti en enginn í grímubúningi, sennilega til að styrkja nemendafélagið því þeir sem ekki mættu í grímubúning þurftu að borga meiri aðgangseyri. Kennarar skólans mættu hins vegar uppábúnir! 

Grímuballið sjálft fór mjög vel fram hefðbundin atriði einkenndu það. Kötturinn var sleginn úr tunnunni, eftir nokkrar umferðir þar sem krakkarnir höfðu lamið tunnuna kom loks að því að Baldur Steinn Haraldsson sló í gegn og var krýndur tunnukóngur.  Marserað var út um allan skóla, farið í leiki og dansað. Þá var farið í grettukeppni, þar sem Sigurgeir Guðjónsson bar sigur úr býtum. Að lokum var kosinn flottasti búningurinn og varð Bára Örk Melsted, sem jarðarber, fyrir valinu. Eftir þetta var haldið heim á leið og fréttist af einhverjum nemendum sem ætluðu að byrgja sig enn frekar upp af góðgæti með því að banka upp á og syngja.

atburdir/2005/350-osku-dr4.jpg

atburdir/2005/350-osku-dr5.jpg

1

1