29/05/2024

„Skýrsluskvaldur Valgerðar“

Á þessi fuglahræða sér bjarta framtíð?Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslynda fólki hefur sent strandir.saudfjarsetur.is greinarstúf sem birtist undir flokknum Aðsendar greinar hér á vefnum. Þar fjallar hann um Vaxtarsamning Vestfjarða. Ritstjórn strandir.saudfjarsetur.is hefur ekki enn komið höndum yfir umrætt plagg eða skýrslu nefndar um byggðaáætlun fyrir Vestfirði. Vonandi er plaggið  á leiðinni norður á Strandir á næstunni og þá mun verða fjallað um málefni sem viðkoma byggðaáætlun stjórnvalda sem eiga að duga fyrir Strandir. Þangað til verðum við að láta álit Sigurjóns Þórðarsonar okkur nægja.