13/10/2024

Badmintonmót á Hólmavík á laugardag

badminton

Badmintonmót Héraðssambands Strandamanna verður haldið laugardaginn 27. febrúar í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Mótið hefst stundvíslega kl. 14:00. Þátttökugjald í mótið er 780kr. og greiðist í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar. Keppt er í tvíliðaleik í einum opnum flokki. Hægt er að skrá á staðnum, en best er að senda skráningar á Elísabetu framkvæmdastjóra HSS á netfangið framkvhss@mail.com. Meðfylgjandi mynd er frá badmintonmóti HSS fyrir tveimur árum.