16/10/2024

Umferðaróhapp á Laxárdalsheiði

Í gærkvöldi var ekið á hross á Laxárdalsheiðinni skammt austan við Laxána. Þarna var á ferð jeppabifreið sem ekið var norður heiðina eftir að dimmt var orðið. Lenti hann á hrossinu aftanverðu og hafnaði svo utan vegar. Sagðist bílstjórinn hafa hrokkið svo illilega við þegar hann lenti á hrossinu að hann hefði stigið á bensíngjöfina í stað bremsunar og ekið langt út í móa. Engin slys urðu á fólki en bíllinn er nánast ónýtur. Hrossið hefur auðsjáanlega drepist samstundis. Myndin af því hér að neðan er ljót, en undirstrikar þá staðreynd að hross við vegi geta skapað verulegt hættuástand. 

Ljósm. Sveinn Karlsson