Categories
Frétt

Jólatré frá Noregi

Við afhendinguÁ morgun fimmtudaginn 27. nóvember, munu fjórir fulltrúar norska bæjarins Hole sem er vinabær Hólmavíkur í Noregi afhenda Hólmvíkingum jólatré sem þeir hafa burðast með frá heimalandinu. Verður hátíðleg athöfn vegna þessarar vinagjafar við Grunnskólann á Hólmavík kl. 18:00. Kveikt verður þá á trénu við hátíðlega athöfn og eru allir hjartanlega velkomnir, en þetta hefur verið því sem næst árviss viðburður síðustu árin. Vefur bæjarins Hole í Noregi er á slóðinni www.hole.no.