12/11/2024

Nú fer hver að verða síðastur að sækja um

Nú fer hver að verða síðastur að sækja um starf sveitarstjóra í Strandabyggð, en Hagvangur sér um ráðningarferlið. Umsóknarfrestur er til sunnudagsins 4. júlí og er sótt um á heimasíðu Hagvangs. Þar eru jafnframt leiðbeiningar um hvernig menn bera sig að við að senda inn umsókn. Nýr sveitarstjóri Strandabyggðar þarf að vera mörgum góðum kostum búinn og er þar efst á blaði krafa um hæfni í mannlegum samskiptum, leiðtogahæfni, frumkvæði og hugmyndaauðgi. Einnig er gerð krafa um áhuga og reynslu af bókhaldi, stjórnun og rekstri.