13/10/2024

Sumarið í nánd hjá Sauðfjársetrinu

{mosvideo xsrc="saudfjarsetrid1" align="right"}Svæðismiðillinn strandir.saudfjarsetur.is stefnir að því að kynna ferðaþjónustumöguleika á
Ströndum með lifandi hætti í sumar og búa til lítil myndbönd sem gefa eiga til
kynna hvaða þjónustu er boðið upp á í héraðinu ásamt kynningu á helstu
náttúruundrum. Myndband sauðfjárseturins ríður á vaðið en
þar stendur undirbúningur fyrir sumarið sem hæst. Arnar S. Jónsson forstöðumaður Sauðfjársetursins hefur umsjón með undirbúningnum fyrir sumarið og þarf að mörgu
að hyggja. Sauðfjársetrið í Sævangi verður opið frá 10-18 alla daga í sumar frá
1. júní til 31. ágúst og upplýsingar um atburði og skemmtanir er að finna á
vefnum www.strandir.saudfjarsetur.is/saudfjarsetur.