28/04/2024

Hólmavík – á milli vinda

Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is átti erindi upp á Brennuhól á Hólmavík í gærdag, þegar veðrið var sem best. Jafnan þegar þangað kemur vaknar löngun til að festa gamla bæinn á filmu, því hann er eitthvað svo dæmalaust skemmtilegur frá þessu sjónarhorni, litskrúðugur og svo setja allir stromparnir mikinn svip á byggðina. Ekki fer heldur mikið fyrir rusli og drasli frá þessu sjónarhorni og þess vegna kjörið að velja það þegar taka á stemmningsmyndir. Ljóst má vera að malbikun gatna, lagfæring gangstétta, græn svæði og hellulagnir, torg og gosbrunnar, hleðslur og útilistaverk, ásamt ærlegri tiltekt, myndu þó gera útslagið til að bærinn yrði í samræmi við einstakt umhverfið.

Gamli bærinn

holmavik/580-gamlibaer1.jpg

Gamli bærinn á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson.