22/07/2024

Neyðarkall til sölu

Um helgina munu björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar fara af stað með fjáröflun um allt land. Þar selja björgunarsveitarmenn að selja neyðarkall, lítinn björgunarsveitarmanni í fullum skrúða. Þrátt fyrir að meðlimir björgunarsveitanna séu allir sem einn sjálfboðaliðar er rekstur þeirra dýr. Hagnaður af sölu neyðarkallsins mun renna til björgunarsveitanna og Slysavarnafélagsins Landsbjargar og verður hann notaður til að efla og styrkja þjálfun björgunarsveitarmanna. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur alla til að taka vel á móti sölumönnum.