01/12/2024

Fjarskiptasjóður svartsýnn á GSM-væðingu?

Skrifstofa StrandabyggðarÁ síðasta fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar er bókuð frásögn Ásdísar Leifsdóttur sveitarstjóra frá kynningarfundi Fjarskiptasjóðs um fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum sjóðsins. Þar segir: "Kom fram í kynningu sjóðsins að óvíst er um að GSM samband lagist nema að litlu leyti hér í Strandasýslu þar sem takmarkað fjármagn er til þess málaflokks. Farið verður í að koma sambandi á Steingrímsfjarðarheiði bráðlega en óvíst er um áframhald verkefnisins hér á Ströndum." Þetta er ekki í takt við orð Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra á kynningarfundi á Café Riis á Hólmavík í janúar. Mönnum ber saman um að þar hafi hann sagt að GSM-sambandi yrði komið á á Djúpvegi, suður Strandir frá Hólmavík, í öðrum áfanga þess verkefnis sem snýst um GSM-væðingu veganna.

Ennfremur segir í bókun fundar Strandabyggðar sem má nálgast í heild sinni undir þessum tengli:

"Þá verða sjónvarps- og útvarpssendingar sendar út um gervihnött til að ná til skipa og báta en ólíklegt má telja að þeir bæir, sem ekki ná sendingu nú, nái nokkuð frekar sendingum um gervihnöttinn þar sem hann er við miðbaug og munu því fjöll skyggja á sendinguna líkt og áður. Að endingu kom fram í kynningunni að hver einasti bær, sem um það biður, fær háhraðatengingu og munu útboð vegna þessa áfanga fara af stað fljótlega."