19/09/2024

Skíðafélagið með heimasíðu

Þegar snjórinn lætur sjá sig verða kætast sumir. Félagar í Skíðafélagi Strandamanna eru meðal þeirra sem leyna ekki gleði sinni og ef svo fer fram sem horfir síðustu daga verður ágætt skíðafæri í vetur. Félagið er nú komið með eigin vefsíðu á slóðinni http://blog.central.is/sfstranda og þar verða í framtíðinni fréttir af félaginu, úrslit í mótum og fleira slíkt. Þegar eru úrslit á mótum síðasta vetur að finna á síðunni.