30/04/2024

Minkur og þverun fjarða

Ljósm. af auglýsinguNáttúrustofur á Íslandi standa fyrir fræðslufyrirlestrum síðasta fimmtudag í hverjum mánuði og nú er komið að fyrirlestri um áhrif vegfyllingar og þverunar fjarðar á þéttleika og landnotkun minks. Fyrirlestrunum er varpað um fjarfundarbúnað vítt og breitt um landið og nú geta Strandamenn einnig fylgst með í Grunnskólanum á Hólmavík. Fyrirlesturinn er haldinn fimmtudaginn 28. febrúar kl. 12:15-12:45 og fyrirlesarar eru Róbert A. Stefánsson og Menja von Schmalensee hjá Náttúrustofu Vesturlands sem segja frá rannsókn á áhrifum vegagerðar á lifnaðarhætti minka á Snæfellsnesi.