28/04/2024

Kvennakórinn Norðurljós á súpufundi

Kvennakórinn Norðurljós

Kvennakórinn Norðurljós mætir á súpufund í Pakkhúsinu á Café Riis í hádeginu á fimmtudag 12. desember og hefst fundurinn kl. 12:05. Þar verður starfsemi og verkefni kórsins kynnt, en hann er nýkominn úr ferð til Glasgow og tróð upp á jólatónleikum um helgina. Eftir þennan súpufund verður gert hlé á fundunum fram í janúar. Það er Þróunarsetrið á Hólmavík sem stendur fyrir súpufundunum um atvinnulíf, menningu og mannlíf á Ströndum og umsjón með verkefninu hafa Þorgeir Pálsson og Jón Jónsson. Þeir sem hafa áhuga á að kynna á fundum eftir áramót eru hvattir til að hafa samband við þá.