26/04/2024

Líf og fjör í Fífunni

Það er mikið fjör á Ferðasýningunni 2007 í Fífunni í Kópavogi, en hún verður opin í dag, sunnudag, frá 11-18. Fjöldi fólks kom í heimsókn í gær og Vestfirðingar og Strandamenn sem voru meðal sýnenda skemmtu sér konunglega við að kynna sitt svæði, þjónustu eða söluvarning. Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík tekur eins og undanfarin ár þátt í sýningarhaldinu og fulltrúi hennar heldur merki ferðaþjónustu á Ströndum á lofti. Þrjár sýningar eru þarna undir sama þaki, auk ferðatorgsins eru þarna Sumarið 2007 og Golf 2007. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is rölti um sýninguna og tók nokkrar myndir í gær.

1

Venjan er að skemmtiatriði komi frá hverjum landshluta á ferðasýningum. Fyrir Vestfirði var það Tríó Kristjáns Hannessonar sem tróð upp á stóra sviðinu. Þeir félagar byrjuðu rólega, en fljótlega jókst trukkið og innlifunin var mikil á köflum – Óli Sveinn, Jón Páll, Haukur Vagns og Gylfi.

bottom

Sigríður Helgasdóttir sem er með gistingu og rútufyrirtæki á Þingeyri, Soffía Haraldsdóttir á Hótel Flókalundi og Pétur Guðmundsson í Ófeigsfirði fylgjast með skemmtuninni.

Sævar Pálsson formaður Ferðamálasamtakanna og Áslaug Alfreðsdóttir á Hótel Ísafirði leggja á ráðin.

ferdathjonusta/580-fifan8.jpg

Stund milli stríða – Sigurrós Sigurðardóttir hjá Ferðaþjónustunni Grunnavík, Haukur Vagnsson í Bolungarvík og Jón Páll forstöðumaður Markaðsstofunnar slappa af.

ferdathjonusta/580-fifan15.jpg

Guðjón Kristinsson frá Dröngum spjallar við örninn.

ferdathjonusta/580-fifan14.jpg

Óli Sveinn frá Tálknafirði og Anna kona hans. Myndin gæti heitið "Á vegamótum" því þau sitja undir heilmiklum vegvísi sem er á miðju ferðatorginu.

ferdathjonusta/580-fifan12.jpg

Strandamenn er víða að finna. Í bás Ferðaþjónustu bænda störfuðu Marteinn Njálsson formaður félags ferðaþjónustubænda og kona hans Erna Guðný Jónsdóttir sem reka ferðaþjónustu á Suður-Bár, í grennd við Grundarfjörð. Marteinn er sonur Njáls Gunnarssonar sem ólst upp á Njálsstöðum í Árneshreppi og Helgu Soffíu Gunnarsdóttir sem er af Snæfellsnesinu.

ferdathjonusta/580-fifan11.jpg

Drangeyjarjarlinn Jón Eiríksson var valinn Ferðafrömuður ársins 2007 og var heiðraður á sýningunni í gær af því tilefni. Sá titill hefur einu sinni ratað norður á Strandir, en Jón Jónsson á Kirkjubóli hlaut hann þegar ferðafrömuður ársins var valinn í fyrsta skipti árið 2003.

Vestfirskir stórlaxar huga að bæklingunum. Jón Friðrik Jóhannsson ferðabóndi í Grunnavík, Atli Pálmason frá Ferðaþjónustunni Heydal í Mjóafirði og Jónas Helgason í Æðey bera saman bækur sínar.

Ljósm. Jón Jónsson.