11/10/2024

Tala dagsins er O-71

IMG_8726

Heimabingó Sauðfjárseturs á Ströndum heldur áfram, þótt fyrsti og annar vinningur séu gengnir út. Áfram verður spilað þangað til allir fimm vinningarnir eru komnir á vísan stað. Tala dagsins er O-71. Ef þið hafið bingó, hafið þá samband við Ester Sigfúsdóttir í s. 823-3324. Á myndinni hér að ofan sjást Jón Alfreðsson og Svanhildur Vilhjálmsdóttir kampakát með fyrsta vinning sem samanstóð af margvíslegum jólavarningi, m.a. hangikjöti frá Strandalambi, veglegum konfektkassa og skemmtilegu borðspili ásamt ýmsu öðru.