15/04/2024

Veður og færð

Samkvæmt upplýsingavef Vegagerðarinnar er nú hálka á öllum vegum á Ströndum og þungfært í Árneshrepp. Í veðurspá Veðurstofunnar til kl. 18:00 á morgun er spáð vaxandi austlægri átt, 10-15 m/s og éljum í kvöld, en norðlægari í nótt. Norðan 5-10 m/s verða síðan seint á morgun og frost 3 til 10 stig. Tengla á veður, færð og veðurmyndavélar má finna hér.