19/04/2024

Jólatónleikar hinir fyrri

Í gærkvöldi voru fyrri jólatónleikar Tónskólans á Hólmavík á þessu starfsári haldnir í Hólmavíkurkirkju. Um helmingurinn af þeim 55 nemendum sem stunda nám í tónskólanum í vetur komu fram í gærkvöldi, en þó féllu allmörg atriði niður vegna veikinda.

Jakob Ingi Sverrisson leikur á harmónikkuÞað voru aðallega yngri nemendur sem léku þetta fyrra kvöld, en nokkrir úr eldri hópnum komu líka fram, enda er reynt að raða systkinum á sama kvöldið. Mæting var ágæt í kirkjuna og stóð dagskráin í um eina og hálfa klukkustund.

Bjarni Ómar Haraldsson kynnti dagskrána en Stefanía Sigurgeirsdóttir ávarpaði tónleikagesti í upphafi og við lok tónleikanna. Gat hún þess að nemendur tónskólans hefðu komið víða við á þessu starfsári, meðal annars í Sparisjóðnum í sumar, við vígslu Þverárvirkjunar og með þátttöku í söngleiknum Friðarbarnið sem frumsýndur var á mánudaginn.