19/09/2024

Hakkarar skemmdu strandir.saudfjarsetur.is

.Liðna nótt brutu hakkarar sér leið í gegnum Mambo kerfið sem heldur utan um fréttavefinn strandir.saudfjarsetur.is og unnu þar mikil skemmdarverk. Eins og lesendur sjá, þá er búið að koma á bráðabirgðaviðgerð en hið sanna útlit vefsins kemur ekki fram og þess í stað tekur þessi hörmulegi rauði litur á móti lesendum. Vonandi tekst að koma öllu í samt lag innan tíðar. Skemmdarverkafólin virðast vera frá Brasilíu og kalla sig LordChaos. Verið er að vinna að viðgerðum en óvíst er hvenær þeim verða lokið. Meira um það seinna.