11/10/2024

Háborgarvarðan lagfærð

Háborgarvarðan eftir lagfæringarnarEins og sagt var frá hér á strandir.saudfjarsetur.is fyrir nokkrum dögum þá voru unnar skemmdir á Háborgarvörðu sem ber hæst í Kálfanesborgum ofan við Hólmavík. Vegfarendur um göngustíginn tóku að sér að lagfæra það sem rutt hafði verið úr vörðunni og löguðu einnig í leiðinni vatnshelt box inni í vörðunni. Þar er nú komin ný gestabók sem bíður þess að þeir sem leggja leið sína um göngustíginn skilji eftir spor sín í henni. Nýja bókin var tekin í notkun þann 28. febrúar og síðan hafa vegfarendur um göngustíginn í Kálfanesborgum skilið eftir nöfn sín í gestabókinni á degi hverjum.

.

Eins og sjá má þá er Háborgarvarða hnarreist að nýju eftir lagfæringarnar. Langatjörn, Steingrímsfjörður og Selströnd í baksýn.