11/09/2024

www.samferda.net

Ísfirðingurinn Birgir Þór Halldórsson hefur opnað glæsilega vefsíðu fyrir fólk sem vantar far hingað og þangað um landið. Vefsíðan er á nokkrum tungumálum og ætti því að nýtast erlendum ferðamönnum jafnt Íslendingum. Strandamenn ættu að kannast við hugmyndina en hér á strandir.saudfjarsetur.is hefur Samgöngutorgið á spjallsvæði vefjarins þjónað sama tilgangi og verið mikið nýtt. strandir.saudfjarsetur.is óskar Birgi hjartanlega til hamingju með framtakið og hvetur lesendur sína að að láta sem flesta vita af síðunni hans, en hún nýtist öllum landsmönnum á hvaða leið sem þeir eru. Slóðin inn á samgöngutorg Birgis er http://www.samferda.net/.