05/12/2024

Barnamót HSS

Laugardaginn 23. júli síðastliðinn var haldið Barnamót HSS í frjálsum íþróttum á Sævangi. Veðrið skartaði sínu fegursta og prýðisárangur náðist í hinum ýmsu greinum. Keppendur voru 46 talsins og skemmtu allir sér hið besta. Sú nýbreytni var í ár að allir keppendur fengu verðlaunapening í viðurkenningarskyni fyrir þátttöku á mótinu þannig að allir fóru heim með pening um hálsinn. Þess ber að geta að öll verðlaun á mótinu voru í boði Sparisjóðs Strandamanna og fær sparisjóðsfólk miklar þakkir fyrir.

Íþróttamaður ársins 2004 hjá HSS var heiðraður í byrjun móts en Sigvaldi B. Magnússon frá Stað hlaut heiðurinn að þessu sinni fyrir framúrskarandi árangur í skíðagöngu. Var honum afhendur nýr og glæsilegur farandbikar og veglegur eignarbikar.

Frá barnamóti HSS – ljósm. Þorvaldur Hermannsson