16/10/2024

Mikið um að vera

Frá undankeppni í Singstar hjá OzonMikið er um að vera í skemmtanalífinu fyrir Strandamenn um komandi helgi, eins og venjulega. Fimmtudaginn er bókakvöld á Héraðsbókasafninu á Hólmavík og á föstudaginn fylgjast margir spenntir með gengi Heiðu Ólafs í Idol keppninni. Á laugardaginn verður síðan árlegur góufagnaður Hólmvíkinga og nágranna í Félagsheimilinu á Hólmavík.

Kvenfélagskonur í Kvenfélaginu Iðunni í Bæjarhreppi ætla líka að bjóða körlunum sínum út að borða á laugardaginn og svo á leiksýninguna Híbýli vindanna í Borgarleikhúsinu að loknum kvöldverði. Þannig að um komandi helgi hverfur stór hluti Bæhreppinga á vit æfintýra í menningarborginni Reykjavík. 

Sama dag fjölmenna unglingar frá Félagsmiðstöðinni Ozon á söngvakeppni Samfés í Reykjavík. Þar keppa atriði frá Ströndum í úrslitum bæði í söngvakeppninni og Singstar Playstation 2 keppni. Einnig er árshátíð Félags Árneshreppsbúa syðra á laugardaginn. Á sunnudaginn verða síðan undanúrslit í Spurningakeppni Strandamanna á Hólmavík þar sem átta lið leiða saman hesta sína.