22/12/2024

Listsýning og kaffihlaðborð í Djúpavík

Sunnudaginn 7. júní kl.15:00 verður formleg opnun listsýningar í síldarverksmiðjunni á Djúpavík. Ungir listamenn frá 5 löndum standa að sýningunni og verður hún opin almenningi til 15. júlí. Listamennirnir hafa verið starfandi í Djúpavík um tíma, en þeir eru Emily Norton frá Bandaríkjunum, Sidsel Genee frá Danmörku/Hollandi, Aafke Weller frá Hollandi, Arna Óttarsdóttir frá Íslandi, Adrien Tirtiaux frá Belgíu og Erla Silfá Þorgrímsdóttir frá Noregi/Íslandi. Nánar má fræðast um verkefni listafólksins á vefslóðunum www.sign2.nl og www.inboxoutpost.in.

Sama dag verður fyrsta kaffihlaðborð sumarsins á Hótel Djúpavík og stendur það frá kl.14:00 og á meðan kökur endast.