11/11/2024

Hátíðisdagur á Malarkaffi á laugardag

Veitingastaðurinn Malarkaffi á Drangsnesi opnar með látum þetta sumarið, en haldið verður upp á Sjómannadaginn með hátíðarbrag laugardaginn 6. júní. Boðið verður upp á 3ja rétta máltíð, þar sem í forrétt er marineraður skötuselur á salatbeði. Aðalréttur verður grillsteiktur lambainnanlærisvöðvi með villibráðarsósu og eftirréttur er ostakaka að hætti hússins með sérrý og kaffi. Veislan hefst kl. 20:00, en húsið opnar fyrir matargestum kl 19:00. Trúbadorinn Sjonni Brink heldur síðan uppi stuði um kvöldið ásamt leynigesti frá kl 11:30 til 03:00.

Verð á máltíðinni er 4.800 kr. á mann og borðapantanir í síma 618 4872. Aðgangseyrir að skemmtuninni um kvöldið er 1.500 kr. á þessa frábæru snillinga. Ný vefsíða hefur verið opnuð fyrir Malarkaffi, Malargistingu og siglingar með Sundhana á vefslóðinni www.malarhorn.is.