07/11/2024

Leikfélag Hólmavíkur að verða 30 ára

300-leikfelagsfund3Aðalfundur Leikfélags Hólmavíkur var haldinn fyrir skemmstu og var kosin ný stjórn í félaginu. Í stjórn eru nú Salbjörg Engilbertsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Kristín S. Einarsdóttir, en til vara Jónas Gylfason, Aðalbjörg Guðbrandsdóttir og Árný Huld Haraldsdóttir. Mikill hugur var í fundarmönnum og var meðal annars rætt um námskeiðahald og uppsetningu á stóru leikriti eða einþáttungum. Eins var rætt um dagskrár og spunakvöld, auk þess sem afmælishátíð næsta vor var mönnum ofarlega í huga, en þá verður félagið 30 ára. Fundurinn var fjölsóttur og nokkrir af yngri kynslóðinni mættu og sýndu því mikinn áhuga að starfa með fullorðnu áhugaleikurunum.

580-leikfelagsfund3 580-leikfelagsfund2 580-leikfelagsfund1

Á leikfélagsfundi – ljósm. Jón Jónsson