01/12/2024

Launakostnaður hjá Strandabyggð skorinn niður

Ásdís LeifsdóttirStrandabyggð stefnir að því að ná fram fjögurra milljóna króna sparnaði í ár með breytingum á  launakjörum og hagræðingu hjá tíu starfsmönnum sveitarfélagsins, sem flestir starfa við Grunnskólann á Hólmavík, auk sveitarstjórnar og sveitarstjóra. Voru starfsmönnum send bréf um þessar breytingar í lok apríl og gefinn kostur á að ganga að nýjum starfslýsingum og breytingum á starfshlutfalli fyrir næstu mánaðarmót  eða láta af störfum ella. Þá var einum starfsmanni í hlutastarfi sagt upp störfum, samkvæmt viðtali sem Svæðisútvarp Vestfjarða átti við Ásdísi Leifsdóttur sveitarstjóra í fyrradag.

Ásdís Leifsdóttir sagði þar viðbrögð við þessum aðgerðum hafa einkennst af skilningi. Fréttaritara er kunnugt að nokkur óánægja sé með breytingarnar í einstökum tilvikum og einnig með hvernig að málum sé staðið.