14/10/2024

Lagasamkeppni Hamingjudaga undirbúin

Undirbúningur fyrir lagasamkeppni Hamingjudaga 2007 stendur nú sem hæst, en fjögur lög keppa um að verða Hamingjulagið í ár að þessu sinni. Mikil leynd hvílir að sjálfsögðu yfir því hverjir höfundar laganna eru, en flytjendurnir voru á æfingu í félagsheimilinu í dag þegar fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is kíkti inn. Mikil stemmning var í hópnum og greinilegt að menn eru ekki að stressa sig of mikið yfir flutningnum í kvöld. Lagasamkeppnin hefst kl. 20:30 í kvöld og aðgangseyrir er krónur 500 fyrir 6 ára og eldri. Atkvæðaseðill fylgir öllum greiddum aðgöngumiðum.

strandir.saudfjarsetur.is hvetur fólk til að mæta í félagsheimilið í kvöld og nota kosningarétt sinn í þessu mikilvæga máli. Nöfn laganna, röð flytjenda og dulnefni höfundar er eftirfarandi:  

1. Hvern dag á Hólmavík – flytjandi: Agnes Jónsdóttir og Jón Gústi Jónsson – höfundur: Zikk og Zakk

2. Galdraþorpið – flytjandi: Ásdís Jónsdóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir – höfundur: Skotta

3. Hólmavík er best – flytjandi: Arnar Snæberg Jónsson – höfundur: Stekkjastaur

4. Hólmavík – flytjandi: Jón Halldórsson – höfundur: Foxinn

Jón Halldórs syngur

Bjarni Ómar Haraldsson fiktar í tökkunum. Ásdís Jónsdóttir, einn lagaflytjenda, hefur gaman af.

Systkinin Jón Gústi Jónsson og Agnes Jónsdóttir þenja raddböndin. Þau flytja lagið Hvern dag á Hólmavík sem er eftir hinn velkunna höfund Zikk og Zakk.

frettamyndir/2007/580-lagakeppni-undirbuin3.jpg

Jón Halldórsson flytur lagið Hólmavík eftir Foxinn. Jón er einn sá allra reyndasti í bransanum á svæðinu.

Ljósm. Arnar S. Jónsson