Categories
Frétt

Söng-, dans- og gleðileikurinn Grease frumsýndur

Leikfélag Hólmavíkur, Grunnskóli og Tónskóli Hólmavíkur hafa síðustu vikur æft leikritið Grease af miklum krafti og nú er komið að frumsýningu. Verkið er í leikstjórn Jóhönnu Ásu Einarsdóttur, en tónlistarstjóri er Stefán Steinar Jónsson. Leikendur eru flestir ungir að árum eða í elstu fjórum bekkjum Grunnskólans og sama gildir um hljómsveitina sem spilar undir, sviðsmenn og fleiri. Nokkrir leikarar og fjölmargir sem unnið hafa að umgjörð sýningarinnar koma svo frá Leikfélagi Hólmavíkur og þannig vinna kynslóðirnar saman að þessari skemmtilegu leiksýningu. 

Frumsýnt verður á morgun, fimmtudaginn 25. mars, og næstu sýningar verða svo föstudaginn 26. og laugardaginn 27. mars. Hefjast allar sýningar kl 20:00. Miðaverð er 2000.- fyrir fullorðna og 1000.- fyrir 16 ára og yngri.

Grease á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson