01/05/2024

Kynningarfundur á Hólmavík

Í kvöld verður haldinn kynningarfundur um tillögu sameiningarnefndar Félagsmála-ráðuneytis um sameiningu sveitarfélaga á Ströndum og vinnu samstarfsnefndar sveitarfélaganna fjögurra – Broddaneshrepps, Hólmavíkurhrepps, Kaldrananeshrepps og Árneshrepps. Fundurinn verður haldinn kl. 20:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík og mun Haraldur V.A. Jónsson flytja framsögu.  Eftir framsöguna verður opnað fyrir umræðu og fyrirspurnir. Verður Róbert Ragnarsson frá Félagsmálaráðuneytinu á fundinum. Kjörskráin liggur frammi á skrifstofu Hómavíkurhrepps og þar er hægt að skoða hana og leggja fram óskir um breytingar ef þörf er á. Kosið verður næsta laugardag. 8. október.