12/09/2024

Sundlaugin á Hólmavík lokuð á morgun

Sundlaugin á Hólmavík verður lokuð á morgun fimmtudag vegna aftengingar á umframorku frá Orkubúi Vestfjarða. Aftengingin stendur yfir í einn dag og laugin kólnar það mikið niður á þeim tíma að hún verður lokuð. Í stað sundkennslu hjá Grunnskólanum á Hólmavík á morgun verða íþróttir í sal, en á föstudag verður allt aftur samkvæmt venju. Ekki er búið að tengja ketil sem er varaafl fyrir hitunina á lauginni.