Categories
Frétt

Spurningakeppni í kvöld

dAnnað keppniskvöldið í Spurningakeppni Strandamanna fer fram í kvöld, annan í páskum – mánudaginn 13. apríl, og hefst kl. 20:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík.  Liðin sem keppa í kvöld eru Fiskvinnslan Drangur sem keppir við kennara á Hólmavík, Umf. Neisti og Skrifstofa Strandabyggðar etja kappi og Sparisjóður Strandamanna mætir Þróunarsetrinu á Hólmavík. Að sögn Arnars S Jónssonar, stjórnanda keppninnar, geta áhorfendur búist við skemmtilegum og spennandi keppnum milli snargáfaðra keppnisliða. Í lokin verði síðan dregið í sex liða úrslit. Aðgangseyrir að skemmtuninni er aðeins kr. 700.- en frítt er fyrir 15 ára og yngri.

Þessi lið komust áfram fyrsta keppniskvöldið:

Hólmadrangur
Leikfélag Hólmavíkur
Ferðaþjónustan Kirkjuból