14/09/2024

Klipping og húðflúr?

HöfðiDagana 1.-2. nóvember næstkomandi verður Helga Björk Sigurðardóttir hárgreiðslumeistari í heimsókn á Hólmavík við iðju sína eins og hún hefur nú verið í 11 ár. Í för með henni verður Jónas Friðriksson húðflúrari með allar græjur til að tattúvera Strandamenn, ef nægar pantanir verða. Hægt er að hafa samband við Jónas Friðriksson í s. 691-0665 til að fá upplýsingar um verð og myndir sem henta til að skreyta Strandamenn með.