22/07/2024

Pizzudagur á Café Riis

Café Riis, HólmavíkSvokallaður pizzudagur verður á Café Riis á Hólmavík á morgun föstudag. Veitingastaðurinn verður þá opinn frá kl. 17:30 – 20:00 fyrir pizzur til að sækja. Hægt er að panta pizzur í síma 451 3567.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá Café Riis. Eins og mönnum mun vera kunnugt þá er veitingastaðurinn til sölu og því kann að vera að nokkrar breytingar eigi sér stað á rekstri staðarins á næstu mánuðum.  Enn hafa þó engin formleg tilboð borist til eigenda staðarins. Núverandi eigendur eru þrenn hjón á Hólmavík sem hafa nú rekið Café Riis í u.þ.b. eitt og hálft ár.