Categories
Frétt

Grátrana á ferð í Selárdal

300-gratranaÞað eru fleiri á ferð nú undir kosningar en frambjóðendur því grátrana hefur verið að kanna lönd í Selárdal hjá Hirti bónda á Geirmundarstöðum. Grátrana er stór fugl, sjálfsagt nálægt 1,20 m á hæð, og eins og nafnið bendir til þá er hún áberandi grá tilsýndar. Þó setur mikill og lufsulegur stélbrúskur, að mestu svartur, talsverðan svip á gripinn og gerir hann auðgreindan frá gráhegra. Einnig er efri hluti hálsins svartur, þó með hvítum blett ásamt rauðum blett ofan við augu. Grátrana er sjaldséður flækingur á Ströndum og líklega á Vestfjörðum öllum.

580-gratrana

Ljósm. Guðbrandur Sverrisson

580-gratrana2

580-gratrana3

Grátranan er styggur fugl og erfitt að ná góðum myndum – ljósm. Gunnar Logi Björnsson