19/04/2024

Allur bræðsluofninn kominn í ljós

Uppgröftur á hvalveiðistöðinni frá 17. öld í Hveravík hefur haldið áfram undanfarið. Búið er að grafa bræðsluofninn allan upp og hægt er að virða hann fyrir sér. Fólk er hvatt til af aðstandendum uppgraftarins að líta við í Hveravík á næstu dögum og sjá rannsóknarsvæðið með eigin augum. Það verður tekið vel á móti forvitnum gestum og reynt að svara öllum fyrirspurnum sem varða verkefnið. Fornleifarannsóknirnar hafa vakið þjóðarathygli, kannski vegna nýhafinna hvalveiða Íslendinga á ný. Aðstandendur verkefnisins vilja þó ekki blanda sér um of í þá umræðu, en gefa það út að þeir séu í það minnsta hlynntir hvalveiðum á 17. öld.

Talsverðar vonir eru bundnar við að hægt verði að halda rannsókninni áfram næstu árin.