22/12/2024

Jólatré við Hólmavíkurkirkju á hliðina

Ekki hefur frést af verulegu vatns- eða foktjóni síðustu daga á Ströndum, þrátt fyrir leiðindaveður sem verður áframhald á samkvæmt veðurfréttum. Um hádegi í fyrradag gaf þó fótur á veglegu jólatré við Hólmavíkurkirkju sig og það féll á hliðina í rokinu. Menn voru mættir að huga að trénu í gær og hefur það verið endurreist.

Ljósm. Jón Jónsson