22/07/2024

Jólaljósin byrjuð að lýsa

Jólaljósin eru farin að lýsa á Hólmavík og voru Daníel Ingimundarson og María Antonía fyrst til að setja upp og prófa jólaseríurnar á húsinu sínu á Hafnarbrautinni. Þar á bæ er jafnan mikið skreytt og smellti fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is af mynd á dögunum þegar verið var að koma jólasveinum, hreindýri, snjókarli og fleiri fyrirbærum upp á húsþakið með aðstoð kranabíls. Jólavarningur er einnig kominn í verslanir á Hólmavík, enda er aðeins mánuður til jóla í dag.

Jólaljós á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson