Categories
Frétt

Íþróttahátíð á Hólmavík

Íþróttahátíð 2007Grunnskólinn á Hólmavík stendur fyrir árlegri íþróttahátíð sinni í dag, miðvikudaginn 21. janúar, og hefst skemmtunin kl. 18:00 í Íþróttamiðstöðinni. Á íþróttahátíð skemmta börn og fullorðnir sér saman við íþróttir og leiki eina dagsstund, en ekki er um beina keppni að ræða milli einstaklinga eða liða. Drykkir og samlokur verða seldar á staðnum og rennur ágóðinn í nemendasjóð. Eftir íþróttahátíðina býður Grunnskólinn í sund og minnir á að þeir sem eru 8 ára eða yngri verða að vera í fylgd með eldri en 16 ára. Allir eru velkomnir á íþróttahátíðina.