26/04/2024

Ísfuglinn rakst á sker við Hólmavík

HólmavíkGat kom á botn flutningaskipsins ICE Bird eða Ísfuglsins þegar það rakst utan í sker á leið til hafnar í Hólmavík fyrir skemmstu. Frá þessu segir á visir.is. Á leið inn til Hólmavíkur í fyrrakvöld bar það aðeins af leið með þeim afleiðingum að það rakst utan í sker. Við það kom gat á botninn og rifa á sjótank skipsins. Skipinu var síðan siglt til Sauðárkróks þar sem það kom til hafnar í gærkvöldi. Þar könnuðu kafarar skemmdirnar sem reyndust vera minniháttar.

 

Að sögn Gunnar Steingrímssonar, hafnarstjóra á Sauðárkróki var engin hætta á ferðum og því hélt skipið för sinni áfram til Akureyrar þar sem það fer í slipp. Skipið, sem er á vegum Eimskipa, var að koma frá Danmörku með almennan varning.

Frétt á visir.is.