13/12/2024

Umhverfis- og ferðaþjónustustyrkir

Minnt er á að umsóknarfrestur um tvær gerðir styrkja sem tengjast ferðaþjónustu rennur út á næstunni. Á mánudaginn 28. janúar er síðasti möguleiki að senda inn umsókn í Umhverfissjóð Ferðamálastofu, en tiltölulega þægilegt er að fylla út og senda umsóknir þar inn. Í ár er lögð áhersla á aðgengismál, sjá á heimasíðu Ferðamálastofu: http://www.ferdamalastofa.is. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is minnir á að það eru bara þeir sem sækja um sem eiga möguleika á að fá stuðning við sín verkefni. 

Einnig er rétt að minna á mótvægisaðgerðir ríkisstjórnar til eflingar ferðaþjónustu sem áður hefur verið sagt frá hér. Upplýsingar um þá styrki má finna á vef Ferðamálastofu www.ferdamalastofa.is. Frestur rennur út 5. febrúar!