Categories
Frétt

Húmorsþing á Hólmavík 20. mars

Kristinn Schram setur síðasta HúmorsþingAnnað Húmorsþing Þjóðfræðistofu verður haldið laugardaginn 20. mars næstkomandi á Café Riis á Hólmavík. Húmorsþingið er fjölbreytt hátíð, þar sem m.a. verður haldið málþing og kvöldskemmtun. Málþingið hefst kl. 13:30 og er öllum opið. Þar munu fræðimenn láta gamminn geysa um rannsóknir og miðlun á húmor. Fjallað verður um brandara, uppistand, satíru og íroníu í daglegu lífi. Grín á netinu, Gamla testamentið, Spaugstofan og kreppan koma m.a. við sögu í fyrirlestrum. Um kvöldið verður skemmtun sem einnig er öllum opin, þar verður m.a. PubQuis um íslenska kímni og uppistand sem Uppistöðufélagið, Þorsteinn Guðmundsson og Helgi Svavar Helgason sjá um. Þá verður efnt til brandarakeppni undir heitinu Orðið er laust.

Dagskrá Húmorsþings:

12.00-13.30 Móttaka og fundur rannsóknarhóps á Café Riis á Hólmavík. (Hádegismatur á góðu verði. Pantanir í síma 897-9756).

Málþing um húmor, hópa og vald

13.30-16.00
Þingið sett: Kristinn Schram (forstöðumaður Þjóðfræðistofu)
 
„Gagnkynhneigður, íslenskur karlmaður á daginn en útlensk lesbía á kvöldin“, Nokkrar hugleiðingar um kyn, kyngervi, húmor og vald. Íris Ellenberger (Háskóli Íslands)

„Lúðar, mokið ykkar flór,“ Spaugstofan og kreppan. Nanna Guðmundsdóttir (Háskóli Íslands)

Kreppuhúmor. Sagt frá ritgerð Dagbjartar Guðmundsdóttur (Háskóli Íslands)

“I’m so clumsy!”: self-directed humour as a tool for social interaction. Licia Masoni (University of Edinburgh)

Húmor á alnetinu. Gunnella Þorgeirsdóttir (Háskólinn í Sheffield)

Húmor á öldum ljósvakans. Þjóðfræðinemar segja frá útvarpsþáttagerð um húmor og þjóðfræði með áheyrnarhornum  (þættirnir verða aðgengilegir um vefsíðu Þjóðfræðistofu)

16:00 – 16:30  KAFFIHLÉ

16:30-17:00
Hrafn Jökulsson rithöfundur fjallar um doktorsritgerð afa síns, séra Jakobs Jónssonar, um húmor í Gamla Testamentinu.

17.15
Frumsýning grínheimildamyndar Kviksögu Íslensk menning, 3. Byndý.  Sigurjón Baldur Hafsteinsson, mannfræðingur, fylgir myndinni úr hlaði (sjá nánar á www.icef.is).

17:30 HLÉ

Mælt er með Handverkshúsi Hafþórs og Galdrasýningunni á Ströndum (opin 17:30-19:00).

Café Riis býður upp á kvöldmat á góðu verði (pantanir í síma 897-9756)

Skemmtidagskrá Húmorsþingsins:

20.00 Barþraut (pubquiz) um íslenska fyndni
Arnar S. Jónsson stýrir

21.30 Uppistand:
Gríntvíeykið Þorsteinn Guðmundsson (Fóstbræður; Svalbarði og fl.) og Helgi Svavar Helgason (Baggalútur, Hjálmar) flytja uppistand með tónlistarívafi.
Þórdís Nadia Óskarsdóttir og Íris Ellenberger  (Uppistöðufélaginu)
 
23.00 Brandarakeppnin Orðið er laust  – Gestir og gangandi keppast við að kitla hláturtaugarnar. Sigurður Atlason stýrir, en í dómnefnd sitja valinkunnir grínarar.
 
Sjá frekari upplýsingar um dagskrá og gistimöguleika á heimasíðu Þjóðfræðistofu: www.icef.is. Einnig má hafa samband við Kristinn Schram í s. 866-1940 eða Kötlu Kjartansdóttur í s. 865-4463.
 
Rútuferð: Þeir hafa áhuga hafa á rútuferð frá Reykjavík til Hólmavíkur og til baka hafi samband í netfang: katla@icef.is. Ef nægur fjöldi rútufarþega næst verður lagt af stað frá Reykjavík (Þjóðarbókhlöðu) á laugardagsmorgni kl. 8.30 og til baka á sunnudagsmorgni kl. 10.