27/04/2024

Borgarvirki ehf býður lægst

Borgarvirki ehf í Kópavogi átti lægsta tilboð í vegagerð á Strandavegi (nr 643) eða tæpar 54,6 milljónir, en tilboð í verkefnið voru opnuð í dag. Um er að ræða tæplega 6 kílómetra kafla frá Illaholti að Blæju. Verkinu á að vera að fullu lokið 1. september 2006. Öll tilboð voru yfir áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar, en þar var gert ráð fyrir 50,9 milljónum. Aðrir sem buðu í verkið voru KNH ehf á Ísafirði sem bauð tæpar 65,6 milljónir, Fylling ehf á Hólmavík sem bauð rúmar 73,1 milljón og Fjörður ehf í Skagafirði sem bauð tæpar. 74,2 milljónir.

Bjóðandi

Tilboð kr.

Hlutfall

Frávik þús.kr.

Fjörður ehf., Skagafirði

74.168.500

145,7

19.583

Fylling ehf., Hólmavík

73.138.000

143,7

18.553

KNH ehf., Ísafirði

65.595.500

128,8

11.010

Borgarvirki ehf., Kópavogi

54.585.500

107,2

0

Áætlaður verktakakostnaður

50.910.000

100,0