28/04/2024

Veðrið í Árneshreppi í júlí 2008

Sláttur á Melum - ljósm. Jón G.G.Að venju birtum við hér á strandir.saudfjarsetur.is yfirlit yfir veðrið í síðastliðnum mánuði frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Sláttur hófst hjá bændum í Árneshreppi 6. júlí og heyskapur var byrjaður að fullu eftir fyrstu helgi mánaðarins. Heyskapur gekk illa vegna vætutíðar og óþurrka í mánuðinum, en flestir bændur samt búnir með fyrri slátt og var ágætis spretta. Mánuðurinn var frekar úrkomusamur og oft þokuloft eða þoka. Mest rigndi aðfaranótt 22. júlí, þá mældist úrkoman 27 mm, frá kl. 18 þann 21. júlí til kl. 9 þann 22, júlí, eða eftir 15 klukkustundir.

Yfirlit eftir dögum

1.-2.: Norðaustan allhvass, síðan stinníngskaldi, mikil rigning þann 2., hiti 5 til 8 stig.
3.-9.: Norðlægar vindáttir kul eða gola, rigning eða súld með köflum, hiti 5 til 9 stig.
10.-12.: Breytilegar vindáttir, kul eða gola, rigning þann 12., hiti 6 til 15 stig.
13.-18.: Norðvestan og norðan, kul eða gola, kaldi 15. og 18., rigning eða súld, hiti 6 til 12 stig.
19.-22.: Breytilegar vindáttir, gola, kaldi að kvöldi þann 22., þurrt 19. og 20., en mikil rigning um kvöldið 21. og fram á morgunn þann 22., hiti 4 til 16 stig.
23.-25.: Breytilegar vindáttir, kul eða gola, þoka eða þokuloft, súldarvottur, hiti 8 til 13 stig.
26.: Breytileg vindátt í fyrstu með þokulofti, síðan suðaustan gola með hlýindum, hiti 8 til 20 stig.
27.: Norðvestan kul, þoka en þurrt, hiti 7 til 9 stig.
28.: Suðaustan gola og þurrt, hiti 14 til 20 stig.
29.-31.: Norðvestan stinníngsgola, oft þoka, lítilháttar súld með köflum, hiti 9 til 11 stig.

Úrkoman mældist 95,3mm (í fyrra í júlí var úrkoma 32,6 mm).
Þurrir dagar voru 7.
Mestur hiti var þann 28. júlí 20,5 stig og þann 26. fór hiti í 20 stig.
Minnstur hiti var 19. júlí, þá 3,8 stig.
Meðalhiti við jörð í júlí var 6,81 gráða (í júlí 2007 var hitin 6,06 gráður).
Sjóveður: Fremur slæmt í sjó 1.-2. og 15. júlí, annars gott í sjóinn.

Tekið saman af Jóni G. Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.