28/03/2024

Fyrir 30 árum!

Frá fermingu og skírn vorið 1975Vefurinn www.litlihjalli.it.is fékk fyrir stuttu skemmtilegt bréf og meðfylgjandi mynd frá Jónu Ingibjörgu Bjarnadóttir og Sæmundi Pálssyni. Fyrir 30 árum, nánar tiltekið 1975, fæddust 6 einstaklingar í Árneshreppi. Þótti það nokkuð merkilegt fyrir tvennar sakir. Fyrst er að líklega hafa ekki fæðst svo margir einstaklingar á sama árinu eftir þetta í hreppnum. Hitt er að fjögur fyrstu börnin á árinu fæddust á sex vikna tímabili.

Þann 8. júní 1975 voru skírð saman í Árneskirkju af séra Andrési Ólafssyni, Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir frá Djúpavík fædd 16. janúar, Guðbjörg Guðmundsdóttir frá Munaðarnesi f. 6. febrúar, Arnar Hallgrímur Ágústsson frá Steinstúni f. 9. febrúar og Benedikt Jón Guðmundsson frá Stóru-Ávík f. 27. febrúar. Síðar á árinu fæddist Pálina Hjaltadóttir í Bæ f. 12. október og Benedikt G. Karlsson frá Djúpavík f. 4. nóvember.

Frá femingu og skírn í Árneskirkju 1975.